Hrapaði í miðri flugsýningu

Skjáskot af frétt BBC.
Skjáskot af frétt BBC. Mynd/Twitter

Herþota af gerðinni Hawker Hunter hrapaði í dag á Suður-Englandi. Vélin var að sýna listir sýnar á flugsýningu í borginni þegar slysið varð, að viðstöddum skelkuðum áhorfendum.

Að sögn lögreglu rakst vélin í fjóra bíla á hraðbrautinni við hrapið. Vitað er um sjö látna eftir slysið en þeir gætu verið fleiri. Margir eru líka slasaðir eftir óhappið og var að minnsta kosti einn fluttur á spítala alvarlega slasaður. 

Búið er að loka hraðbrautinni í báðar áttir og starfsfólk á sjúkrahúsinu í Sussex er í viðbragðsstöðu.

Talið er að flugmaður vélarinnar sem hrapaði hafi verið að reyna að fljúga í lúppu (e. loop) þegar slysið varð.

Sjónvarvottur segir að flugmaðurinn hafi ekki skotið sér út úr vélinni áður en vélin skall til jarðar. Mörg þúsund manns voru að fylgjast með sýningunni þegar slysið varð.

„Við öskruðum öll: Guð minn góður, flugvélin er að fljúga allt of lágt!“ sagði Laura Raymond við Sky News en hún varð vitni að slysinu. 

Hawker Hunter eru herþotur sem breski flugherinn notaði mikið á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar. Eitt sæti er í vélinni sem notuð var bæði sem sprengjuflugvél og árásarflugvél. Hún er vel þekkt fyrir liðleika sinn og þykir henta vel til að leika listir á. Tveggja sæta útgáfa af vélinni er enn í dag notuð við þjálfun flugmanna í breska flughernum. 

Hér má sjá myndband af slysinu. Mbl.is vill benda fólki á að myndbandið getur vakið óhug.

Frá hraðbrautinni þar sem flugvélin hrapaði.
Frá hraðbrautinni þar sem flugvélin hrapaði. AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert