Myndband úr lestinni

Maðurinn var bundinn á höndum og fótum.
Maðurinn var bundinn á höndum og fótum. Skjáskot af cnn.com

CNN hefur birt myndband á vefsíðu sinni úr lestinni þar sem hermenn í fríi yfirbuguðu mann vopnaðan byssu í gær. Myndbandið er um mínúta að lengd og sýnir hvernig maðurinn hefur verið bundinn á höndum og fótum. Eins sést skotvopnið á sæti í lestinni sem og sár á hálsi og hnakka manns sem virðist vera Spencer Stone, maðurinn sem tæklaði árásarmanninn fyrstur en maðurinn skar hann með dúkahníf. Eins sést blóð á gluggum lestarinnar og er myndbandið ekki fyrir viðkvæma.

Maðurinn hefur neitað fyrir að vera hryðjuverkamaður að því er The Telegraph greinir frá og segist hann aðeins hafa ætlað sér að ræna fólk um borð í lestinni. Heldur hann því fram að hann hafi fundið pokann með vopnunum í garði í Brussel.

Sjá má myndbandið á vefsíðu CNN og í spilaranum hér að neðan.

Fréttir mbl.is

„Við héldum bara áfram að berja hann“

Komu í veg fyrir „hræðilegan harmleik“

Yfirbuguðu árásarmann í lest

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert