Heimshagkerfið nægilega sterkt

Francois Hollande og Angela Merkel.
Francois Hollande og Angela Merkel. AFP

Francois Hollande Frakklandsforseti segir heimshagkerfið „nægilega sterkt“ til að takast á við afleiðingar lækkunar hlutabréfa í Evrópu, sem rakin er til hruns á mörkuðum í Kína.

„Hagkerfi heimsins er nægilega öflugt til að takast á við lækkunina í Kína og halda áfram að vaxa,“ sagði Hollande á blaðamannafundi eftir fund hans og Angelu Merkel, þar sem þau ræddu málefni Úkraínu við Petro Poroschenko, forseta Úkraínu.

„Kína hefur alla burði til að tryggja vöxt og stöðugleika. Hvað hlutabréfamarkaði varðar þá þekkjum við þá og getum ekki metið stöðu okkar út frá þeim einum saman,“ sagði Hollande. Angela Merkel bætti við að hún væri sannfærð um að Kína myndi gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja efnahagsstöðugleika.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert