Staðfest með tannlæknaskýrslum

Frá Westgate verslunarmiðstöðinni í september 2013
Frá Westgate verslunarmiðstöðinni í september 2013 AFP

Norska öryggislögreglan, PST, hefur staðfest að Norðmaður var meðal hryðjuverkamannanna sem gerðu árás á verslunarmiðstöðina Westgate í Naíróbí í Kenía fyrir tveimur árum.

Þetta staðfestir Martin Bernsen, upplýsingafulltrúi PST í samtali við Aftenposten. Norðmaðurinn heitir Hassan Dhuhulow og hefur allt frá því árásin var gerð verið talinn einn árásarmannanna. Það hefur nú verið staðfest með tannlæknaskýrslum en hann lést þegar lögreglan náði yfirráðum yfir verslunarmiðstöðinni eftir fjögurra daga umsátur.

Norski hryðju­verkamaður­inn, Hass­an Abdi Dhuhulow 23 ára, sat klukku­stund­um sam­an og las sér til um öfga­fulla íslam­ista. Sautján ára gam­all var hann far­inn að skrifa um sig­ur öfga­hreyf­inga í heim­in­um, seg­ir í grein Af­ten­posten fyrir ári síðan þar sem fjallað er um unga hryðju­verka­mann­inn sem lést í árás­inni á versl­un­ar­miðstöðina en alls voru fórn­ar­lömb árás­ar­inn­ar rúm­lega sex­tíu tals­ins. 

Dhuhulow var einn þeirra sem skrifaði inn á umræðuvett­vang­inn islam.no þar sem nokkr­ir öfga­menn hafa viðrað skoðanir sín­ar. Sam­kvæmt Af­ten­posten voru birt­ar yfir 2.500 færsl­ur frá hon­um inn á öfga­vef­inn á tíma­bil­inu októ­ber 2006 til maí 2008.

Einn þeirra öfga­manna sem hafði sem mest áhrif á Dhuhulow, sem fór frá því að vera fyr­ir­mynd­ar­nem­andi í Nor­egi í fjölda­morðingja í Naíróbí í Kenía, er Anw­ar al-Awlaqi. Hann var fyrsti banda­ríski rík­is­borg­ar­inn, sem sett­ur var á lista Banda­ríkja­manna um víga­menn, sem á að taka af lífi. Hann var myrt­ur 30. sept­em­ber 2011 í loft­árás á Jemen. Al-Awlaki hef­ur haft mik­il áhrif á fjöl­marga unga menn sem hafa aðhyllst öfgaíslam og má þar nefna bræðurna sem stóðu á bak við sprengju­til­ræðin við Bost­on-maraþonið og hryðju­verka­menn sem tóku þátt í árás­inni á Banda­rík­in 11. sept­em­ber 2001. 

Þegar Hass­an Abdi Dhuhulow er nítj­án ára næg­ir hon­um ekki leng­ur að skrifa öfga­full­ar orðsend­ing­ar á netið held­ur fer frá Nor­egi. Fjór­um árum síðar lést hann í versl­un­ar­miðstöðinni. Á þeirri stundu var hann orðinn ann­ar í röðinni yfir þá norsku hryðju­verka­menn sem hafa flest líf á sam­visk­unni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert