Walter Palmer, tannlæknirinn sem er þekktur um heim allan fyrir að hafa drepið ljónið Cecil í Hwange þjóðgarðinum í Simbabve í Afríku gerir ráð fyrir að snúa aftur til vinnu á næstu dögum. Hann telur sig ekki hafa brotið lög þegar hann drap dýrið.
Í viðtali við AP-fréttaveituna segist Palmer ekki hafa vitað að Cecil væri eitt frægasta ljón Afríku og vinsælasta íbúi þjóðgarðsins. Hann skaup dýrið með boga í júlí á þessu ári.
„Ef ég hefði bara vitað að dýrið bæri nafn og væri mikilvægt landinu hefði ég augljóslega ekki drepið það,“ sagði Palmer í viðtali. „Enginn af hópnum vissi nafn ljónsins.“
Palmer starfar sem tannlæknir í úthverfum Minneapolis. Stofunni var lokað um tíma eftir drápið sem vakti mikla reiði. Hann segir starfsfólkið og sjúklinga sína styðja sig og vilja fá sig aftur til starfa.
Að sögn Palmers drapst ljónið ekki samstundis þegar það var skotið heldur hafði hópurinn upp á því daginn eftir og skaut það með annarri ör. Hann vildi ekki greina frá því hversu mikið hann eða aðrir sem tóku þátt í veiðiferðinni greiddu fyrir veiðarnar.