Eiga ekki fyrir lausnargjaldinu

Ole Johan Grimsgaard-Ofstad hefur verið í haldi Ríkis íslams síðan …
Ole Johan Grimsgaard-Ofstad hefur verið í haldi Ríkis íslams síðan í janúar Facebook

Fjölskylda Norðmannsins sem er í haldi Ríkis íslams hefur ekki ráð á því að greiða lausargjaldið sem samtökin krefjast. Honum var rænt í Sýrlandi í janúar og hefur verið haldið sem gísl síðan.

„Syni okkar og bróðir var rænt og hefur verið haldið í gíslingu í Sýrlandi síðan í janúar. Við höfum átt erfiðar stundir þar sem von um lausn og djúp örvænting skiptast á. Við vonumst til þess að norsk yfirvöld finni lausn sem leiði til þess að hann verði látinn laus,“ segir fjölskylda Ole Johan Grimsgaard-Ofstad, í tilkynningu.

Þau segjast ekki hafa ráð á né heldur möguleika á að útvega lausnarféð sem krafist er. Greint var frá málinu í gær og segir forsætisráðherra Noregs, Erna Solberg, að það verði ekki greitt lausnarfé fyrir Grimsgaard-Ofstad.

Norska ríkisútvarpið greinir frá því að VG hafi birt frétt um að mannræningjarnir krefðust þess að fá milljónir norskra króna í lausnarfé.

Norðmaður í haldi Ríkis íslams

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka