107 látnir í Mekka

Björgunarsveitir eru á vettvangi.
Björgunarsveitir eru á vettvangi. AFP

Yfirvöld í Sádi-Arabíu segja að a.m.k. 107 hafi látist eftir að gríðarstór byggingarkrani féll á Moskuna miklu í miklu hvassviðri í Mekka í dag. Alls hafa 238 slasast. 

Kraninn féll um klukkan 17:10 að staðartíma í dag (14:10 að íslenskum tíma) sökum hvassviðriðs og mikillar úrkomu að sögn talsmanns tveggja moska í borginni. 

Abdel Aziz Naqoor, sem starfar í moskunni, segir í samtali við AFP-fréttaveituna að hann hafi séð þegar kraninn féll.

„Ef Al-Tawaf brúin væri ekki þar sem hún er þá hefðu mun fleiri látist og slasast,“ sagði hann. Naqoor vísar í göngubrú sem liggur í kringum steinninn helga, Kaaba, og dró úr högginu. 

Kaaba-steininn, er stór teningslaga bygging úr marmara og svörtum steini sem er hið allrahelgasta vé Íslams. 

Ljósmyndir af birst á samfélagsmiðlum sem sýna blóðug lík liggja á svæðinu. Svo virðist sem að efsti hluti kranans hafi bognað eða brotnað með þeim afleiðingum að hann skall á moskuna, sem er á nokkrum hæðum. 

Í myndskeiði sem hefur verið birt á YouTube sést fólk hrópa af rhæðslu og hlaupa um skömmu eftir slysið. 

Von er á mörg hundruð þúsund pílagrímum til Mekka til að taka þátt í pílagrímshátíð múslíma, hajj. 

Hátt í 90 látnir

Tugir látnir í Mekka

AFP
AFP
AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert