Hátt í 90 látnir

Moskan í Mekka.
Moskan í Mekka. AFP

Tala látinna í Mekka í Sádi-Arabíu hefur farið hækkandi, en þar féll stærðarinnar byggingarkrani á Moskuna miklu í dag. Að minnsta kosti 87 eru látnir og yfir 180 hafa slasast að sögn yfirvalda í Sádi-Arabíu.

Ekki er vitað hvers vegna kraninn gaf sig, en myndir hafa verið birtar í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Þar sést að hluti kranans hefur farið í gegnum þak moskunnar. 

Mekka býr sig nú undir pílagrímshátíð múslíma, hajj, og er von á mörg hundruð þúsund pílagrímum til borgarinnar. 

Fram kemur í fjölmiðlum, að talið sé að kraninn hafi fallið á austurhlið moskunnar í miklu hvassviðri.

Fram kemur á vef BBC, að myndskeið hafi verið birt á YouTube sem virðist sýna andartakið þegar kraninn fellur. 

Tugir látnir í Mekka

Several casualties reported as crane collapses on the Grand Mosque in Saudi Arabian city of Mecca <a href="http://t.co/F9jDsx7ifC">http://t.co/F9jDsx7ifC</a>

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert