Yfir 65 eru látnir eftir að byggingarkrani hrundi á Moskuna miklu í borginni Mekka í Sádi-Arabíu. Um 80 hafa slasast að sögn yfirvalda.
Ekki liggur fyrir hvers vegna kraninn féll en á myndum, sem hafa verið birtara á samfélagsmiðlum, virðist hluti kranans hafa farið í gegnum þak hússins.
Mekka er þessa dagana að búa sig undir pílagrímahátíð múslíma, hajj. Von er á mörg hundruð þúsund pílagrímum vegna hátíðarinnar, sem fer fram í þessum mánuði. Pílagrímarnir koma hvaðanæva að úr heiminum.
<a href="https://twitter.com/hashtag/SaudiArabia?src=hash">#SaudiArabia</a> <a href="https://twitter.com/hashtag/Makkah?src=hash">#Makkah</a> strong winds have toppled a construction crane at Grand Mosque resulting in several casualties <a href="http://t.co/GoMKbg43tS">pic.twitter.com/GoMKbg43tS</a>