Elton John vill fund með Pútín

Elton John er nú staddur í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu.
Elton John er nú staddur í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu. AFP

Breski tónlistarmaðurinn Elton John vill eiga fund með Vladimír Pútín, forseta Rússlands, til að ræða viðhorf Pútíns gagnvart réttindum hinsegin fólks, en John segir að núverandi viðhorf forsetans sé fáránlegt.

Í skýrslu sem Mannréttindavaktin sendi frá sér á síðasta ári segir, að rússnesk stjórnvöld standi sig illa þegar kemur að því að koma í veg fyrir og sækja til saka þá sem beita samkynhneigða ofbeldi, en ofbeldi gegn minnihlutahópum í Rússlandi hefur farið vaxandi.

Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins.

Elton John, sem er nú staddur í Úkraínu, segir í samtali við BBC, að hann myndi fagna því að fá að ræða þessi mál við Pútín, þó að forsetinn „myndi kannski hlæja að mér [...] og kalla mig fábjána.“ Hann bætir við að þó að þetta sé mögulega ekki raunhæf hugmynd, þá verði hann samvisku sinnar vegna að gera tilraun til að hitta forsetann.

John átti fund með Petró Porósjenkó, forseta Úkraínu, og hvatti hann þarlend stjórnvöld til að leggja meira af mörkum til að sýna hinsegin fólki stuðning í verki. 

Í júní 2013 samþykkti rússneska þingið lög sem heimilar saksókn gegn einstaklingum sem „ýti undir samkynhneigðri hegðun meðal ungmenna“. John gagnrýndi þetta sem og ummæli sem Pútín lét falla í fyrra, er hann gaf í skyn að samkynhneigðir beini spjótum sínum að börnum. 

„Í alvöru talað,“ sagði Elton John. „Þú ert forseti Rússlands og þú segir heimskulega hluti eins og þetta.“ Hann sagði ennfremur, að viðhorf Pútíns gagnvart hinsegin fólki væri „fordómafullt“ og „fáránlegt“.

Vladimír Pútín Rússlandsforseti telst ekki á meðal háværustu stuðningsmanna hinsegin …
Vladimír Pútín Rússlandsforseti telst ekki á meðal háværustu stuðningsmanna hinsegin fólks. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert