Hert eftirlit í Austurríki

00:00
00:00

Aust­ur­ríki hef­ur ákveðið herða eft­ir­lit á landa­mær­um sín­um. Þetta er gert til að stemma sigu við streymi flótta­manna til lands­ins. Þjóðverj­ar kynntu sam­bæri­leg­ar aðgerðir í gær.

Sam­kvæmt Schengen-sam­komu­lag­inu er kveðið á um vega­bréfa­laus­ar ferðir fólks milli aðild­ar­land­anna. Hins veg­ar hafa Aust­ur­ríki og Þýska­land nú beitt heim­ild­um til und­anþágu sem er leyfi­legt við sér­stak­ar aðstæður.

Aust­ur­ríki seg­ir að her­menn verði flutt­ir að landa­mær­un­um til að sinna eft­ir­liti. Fyrst í stað verður eft­ir­litið hert við landa­mær­in að Ung­verjalandi en þaðan koma flest­ir flótta­menn­irn­ir til Aust­ur­rík­is. Marg­ir halda för sinni svo áfram til Þýska­lands. 

Ráðherr­ar ríkja ESB munu hitt­ast á neyðar­fundi í Brus­sel síðar í dag. Á fund­in­um verða rædd­ar aðgerðir til að tak­ast á við flótta­manna­vand­ann. Til­laga fram­kvæmda­stjórn­ar­inn­ar, frá því í maí, um hvernig deila skuli fjöld­an­um niður á aðild­ar­rík­in verður m.a. til umræðu.

Slóven­ía, Rúm­en­ía, Ung­verja­land og Tékk­land eru meðal þeirra landa sem hafa lagst gegn slík­um kvót­um.

Sofandi flóttafólk á lestarstöð í Frankfurt í Þýskalandi. Þaðan kom …
Sof­andi flótta­fólk á lest­ar­stöð í Frankfurt í Þýskalandi. Þaðan kom fólkið frá Aust­ur­ríki. AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka