Joyce Mitchell, konan sem aðstoðaði tvo dæmda morðingja við að strjúka úr hámarksöryggisfangelsi í New York segir að hún hafi gert það til þess að „bjarga fjölskyldunni“
Joyce vann í sjö ár sem saumakona í fangelsinu sagði við NBC sjónvarpsstöðina í viðtali í dag að einn fanganna hafi sagst vera ástfanginn af henni og að hann vildi myrða eiginmann hennar. Að fangarnir David Sweat og Richard Matt, hafi einnig komist að því hvar móðir hennar og eitt barna hafi búið.
„Ég breytti rangt, ég á skilið að hljóta refsingu en fólk þarf að vita að ég gerði það einungis til þess að bjarga fjölskyldunni minni“ sagði Mitchell í fyrsta viðtali sínu síðan fangarnir struku.
Mitchell hefur verið kærð fyrir aðstoða mennina, með því að útvega þeim verkfæri sem þeir notuðu til þess að brjótast út fangelsinu. Hún gerði dómsátt og mun hljóta 7 ára fangelsisdóm þegar hún verður formlega dæmd þann 28. september.
Fangarnir struku í júní en annar þeirra Matt var skotinn af lögreglu en hinn, Sweat, var handtekinn skammt frá landamærum Bandaríkjanna og Kanada.