Evrópusambandið fordæmdi í dag valdaránið í Búrkina Faso og að starfandi forseti og forsætisráðherra hefðu verið handteknir og væru í haldi lífvarða forsetans. Krefst ESB þess að þeir verði látnir lausir strax.
Bráðabirgðastjórn hefur farið með völdin í Búrkina Faso frá uppreisninni í október í fyrra þegar þáverandi forseta landsins Blaise Compaore var rekinn frá völdum eftir að hafa gegnt embættinu í 27 ár. Lífverðir forsetans, sem eru hluti af öryggissveit (RSP) sem Compaore setti upp, tóku Michel Kafando, starfandi forseta og Isaac Zida forsætisráðherra höndum í gær að loknum ríkisstjórnarfundi.
Stuðningsmönnum Compaores er bannað að bjóða sig fram í komandi kosningum í landinu og byggir það á nýjum kosningalögum sem sett vour í apríl.