Fordæma valdarán í Búrkina Faso

Herforinginn Mamadou Bamba stýrir valdaráninu í Búrkina Faso
Herforinginn Mamadou Bamba stýrir valdaráninu í Búrkina Faso AFP

Evr­ópu­sam­bandið for­dæmdi í dag vald­aránið í Búrk­ina Faso og að starf­andi for­seti og for­sæt­is­ráðherra hefðu verið hand­tekn­ir og væru í haldi líf­varða for­set­ans. Krefst ESB þess að þeir verði látn­ir laus­ir strax.

Bráðabirgðastjórn hef­ur farið með völd­in í Búrk­ina Faso frá upp­reisn­inni í októ­ber í fyrra þegar þáver­andi for­seta lands­ins Blaise Compa­ore var rek­inn frá völd­um eft­ir að hafa gegnt embætt­inu í 27 ár. Líf­verðir for­set­ans, sem eru hluti af ör­ygg­is­sveit (RSP) sem Compa­ore setti upp, tóku Michel Kafando, starf­andi for­seta og Isaac Zida for­sæt­is­ráðherra hönd­um í gær að lokn­um rík­is­stjórn­ar­fundi.

Stuðnings­mönn­um Compa­or­es er bannað að bjóða sig fram í kom­andi kosn­ing­um í land­inu og bygg­ir það á nýj­um kosn­inga­lög­um sem sett vour í apríl. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert