Öflugur jarðskjálfti átti sér stað um miðbik Chile í dag upp á 7,2. Fram kemur í frétt AFP að skjálftinn hafi valdið talsverðri hræðslu á meðal íbúa landsins en hann fannst víða. Skjálftinn átti upptök sín um 500 kílómetra norður af höfuðuborginni Santiago á 11 kílómetra dýpi.
Dauðhræddir íbúar Santiago hlupu út á götur borgarinnar í kjölfar jarðskjálftans. Skjálftinn fannst ennfremur meðal annars í Buenos Aires, höfuðborg Argentínu.