Hvað á þingmaðurinn eiginlega við?

Pernille Bendixen þingmaður Þjóðarflokksins
Pernille Bendixen þingmaður Þjóðarflokksins Af vef danska Þjóðarflokksins

Þingmaður danska Þjóðarflokksins kom mörgum þeirra á óvart sem hlýddu á hana í útvarpsviðtali í gær. Þegar Pernille Bendixen var spurð út í hagvöxt þá varð henni orða vant og svo lagði hún til þess að landsframleiðslan yrði minnkuð til stuðnings flóttafólki.

Pernille Bendixen þingmaður Þjóðarflokksins var spurð í viðtalinu hvernig ríkisstjórn landsins ætlaði að standa við skuldbindingar sínar um að styðja við bakið á flóttafólki á svæðum sem liggja að stríðshrjáðum landsvæðum á sama tíma og draga eigi úr erlendri aðstoð.

„Við verðum að taka þetta frá vergri landsframleiðslu held ég,“ sagði Benidixen í viðtali við  Radio24Syv í gær.

„Það hefur verið lagt til áður að draga eigi úr landsframleiðslu, eða einhverju öðru tæknilegu atriði í því samhengi, og þannig næst jafnvægi á sparnaðinn, eða þetta er að minnsta kosti það sem ég hef heyrt,“ bætti hún við.

Spyrlinum var greinilega skemmt yfir svari hennar og spurði hvort vissi hvað verg landsframleiðsla væri þá svaraði Bendixen því til: „Já en það er eitthvað eða eitthvað annað sem er of mikið í landsframleiðslunni. Hvað það er man ég hreinlega ekki. Eins og ég er að segja þér: Þetta er eitthvað tæknilegt atriði sem hinir eru að tala um.“

í viðtali í dag viðurkennir hún að ummæli hennar hafi verið bull og að hún hafi ætlað sér að segja að Danir ættu að draga úr þrónuaraðstoð og að hún yrði 0,7% af vergri landsframleiðslu í stað 0,87% nú.

Bendixen varaði einnig við því að ef það væri ætlast til þess að stjórnmálamenn vissu hvað landsframleiðsla væri þá myndi það draga úr líkum á að fólk með hennar menntun myndi sækjast eftir þingmennsku. Það sé varla hægt að ætlast til þess að fólk sé gangandi alfræðiorðabók. 

Bendixen sem er talsmaður barna á þingi var kjörin á þing í júní er danski þjóðarflokkurinn fékk 37 þingsæti. Flokkurinn situr ekki í ríkisstjórn en ver hana falli. Hún starfaði sem barnfóstra og við verslunarstörf áður en hún fór á þing.

Frétt Jyllands-Posten

Tidl. rådmand for SF i Odense forsvarer Pernille Bendixen efter PBs BNP-fortalelse på Radio24syv <a href="https://twitter.com/hashtag/dkpol?src=hash">#dkpol</a> <a href="https://twitter.com/hashtag/odensepol?src=hash">#odensepol</a> <a href="http://t.co/pgfcYd77uF">pic.twitter.com/pgfcYd77uF</a>

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert