220 létust í troðningi

Hlúð að slösuðum í Mina rétt við Mekka í morgun. …
Hlúð að slösuðum í Mina rétt við Mekka í morgun. Talið er að yfir 200 manns hafi látist í troðningi. AFP

Að minnsta kosti 220 létust og um 450 slösuðust í miklum troðningi í Mina, rétt fyrir utan Mekka í Sádi-Arabíu. Pílagrímar fjölmenna nú til Mekka vegna hajj-trúarhátíðarinnar. 

Mina er í um 5 km fjarlægð frá Mekka. Björgunarlið er á leið á vettvang. 

Milljónir pílagríma fara til Mekka árlega vegna trúarhátíðarinnar. Í dag er fyrsti dagurinn hennar og stríðir straumar fólks fara um götur í átt að Mekka.

CNN hefur eftir talsmanni innanríkisráðuneytisins að hermenn hafi verið sendir á staðinn til aðstoðar. 

Hajj er einn helsti viðburður í trúardagatali múslíma. Talið er að í það minnsta tvær milljónir manna, alls staðar að úr heiminum, komi til Mekka vegna hátíðarinnar sem stendur í nokkra daga. 

Stutt er síðan að stærðar­inn­ar bygg­ing­ar­krani féll á Mosk­una miklu í Mekka með þeim af­leiðing­um að 107 hið minnsta lét­ust. Þá slösuðust að minnsta kosti 230.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert