Tróðust undir í 46 stiga hita

Íranar eru æfir vegna slyssins í Sádi Arabíu. 131 Írani …
Íranar eru æfir vegna slyssins í Sádi Arabíu. 131 Írani lést í slysinu. Mótmælt er á Enghelab-torgi í Tehran. AFP

Íranar eru meðal þeirra sem gagnrýna stjórnvöld í Sádi-Arabíu harðlega í kjölfar slyssins við Mekka í gær. 717 létust í miklum troðningi er pílagrímar í þúsundavís gengu samtímis, í 46 stiga hita, í átt að helgum stað í Mina-dalnum. 863 eru slasaðir. Flestir þeirra sem létust eru frá Íran eða 131.

Öryggisráð Írans sakar Sáda um getuleysi og hvetur þá til að axla ábyrgð á slysinu.

Stjórnvöld í Nígeríu segjast blása á þær skýringar Sáda að pílagrímarnir hafi ekki fylgt leiðbeiningum. Því hafi farið sem fór.

Konungur Sádi-Arabíu hefur farið fram á að slysið verði rannsakað.

Gríðarleg­ur troðning­ur myndaðist á gatna­mót­um sem píla­grím­arn­ir ganga um á leið sinni að stólp­um í Mina-dalnum sem þeir svo kasta stein­völ­um í áður en haldið er til Mekka. Þeir henda sjö stein­völ­um í stólp­ana sem eiga að tákna djöf­ul­inn. Stól­parn­ir standa á stað sem Satan er sagður hafa freistað spá­manns­ins Múhameðs.

Slysið átti sér stað kl. 9 að morgni að staðar­tíma. Talsmaður inn­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins seg­ir að stór­ir hóp­ar píla­gríma hafi komið að gatna­mót­um úr sitt hvorri átt­inni. All­ir voru þeir á leið að sömu göt­unni, í átt að stólp­un­um. 

Þegar hópurinn sameinaðist svo á gatnamótunum myndaðist þessi mikli troðningur í 46 stiga hita. Margir féllu í yfirlið og tróðust undir.

Frétt BBC.

Að minnsta kosti 717 létust í slysinu.
Að minnsta kosti 717 létust í slysinu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert