Vatn á Mars „stefnumál vinstrisinna“

Vísindamenn NASA telja að í fyrndinni hafi verið meira vatn …
Vísindamenn NASA telja að í fyrndinni hafi verið meira vatn á Mars en í Norðuríshafinu á jörðinni. Síðan þá hafi reikistjarnan tapað um 87% af vatninu út í geiminn. NASA/GSFC

Ekki eru all­ir jafn­hrifn­ir af til­kynn­ingu vís­inda­manna NASA í gær um að merki um renn­andi vatn hafi fund­ist á Mars. Íhalds­sami stjórn­mála­skýr­and­inn og út­varps­maður­inn Rush Limbaugh seg­ir að frétt­irn­ar verði notaðar til fram­gangs stefnu­mála vinstrimanna, lík­lega í tengsl­um við lofts­lags­breyt­ing­ar.

Þrátt fyr­ir að vís­inda­sam­fé­lagið hafi talað svo gott sem ein­um rómi um að þær lofts­lags­breyt­ing­ar sem nú eiga sér stað á jörðinni séu af völd­um los­un­ar manna á gróður­húsaloft­teg­und­um berj­ast marg­ir banda­rísk­ir íhalds­menn hat­ramm­lega gegn þeirri hug­mynd og ve­fengja vís­ind­in að baki við hvert tæki­færi.

Limbaugh er einn þeirra og hann er sann­færður um að frétt­irn­ar um fljót­andi vatn á Mars séu hugsaðar til að styðja málsstað vinstrimanna enda hafi geim­vís­inda­stofn­un­inni NASA verið „ spillt“ af nú­ver­andi rík­is­stjórn Banda­ríkj­anna.

Vís­inda­menn telja að lofts­lags Mars hafi verið mun lík­ara jörðinni í fortíðinni og haf hafi þakið stór­an hluta yf­ir­borðsins. Því er ljóst að af­drifa­rík­ar lofts­lags­breyt­ing­ar hafa átt sér stað á rauðu reiki­stjörn­unni.

Það virðist vera þessi teng­ing sem hafi sett hjól sam­særis­kenn­inga af stað í höfði út­varps­manns­ins. Hann sagðist ekki vita ná­kvæm­lega hvaða stefnu­máli vinstrimanna til­kynn­ing NASA myndi þjóna en hann gengi að því sem vísu að það hefði eitt­hvað með lofts­lags­breyt­ing­ar að gera.

„Við erum að glíma við ör­vænt­inga­fulla vinst­ris­inna hérna sem munu gera hvað sem er til þess að ná fram stefnu­mál­um sín­um hér á jörðinni,“ sagði Limbaugh við hlust­anda sem hringdi inn í þátt­inn.

Frétt Politico af orðum Limbaugh

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert