Rússar gera loftárás í Sýrlandi

AFP

Rússneski herinn gerði loftárás í Sýrlandi í morgun og eru þetta fyrstu árásir rússneska hersins í landinu. Árásin var gerð skammt frá borginni, Homs, samkvæmt upplýsingum frá bandaríska varnarmálaráðuneytinu.

Árásir Rússa beinast að andstæðingum stjórnvalda í Sýrlandi en Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, óskaði eftir því við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, um að veita stjórnvöldum í Sýrlandi hernaðaraðstoð. Það var samþykkt í efri deild rússneska þingsins fyrr í dag.  

Stríðið í Sýrlandi hefur varað í rúm fjögur ár og hafa fjölmargar vopnaðar hreyfingar barist þar á banaspjótum. Flestar þeirra vilja koma Assad frá völdum. Meðal þeirra eru samtökin Ríki íslams.

Rússneskur embættismaður upplýsti sendiráð Bandaríkjanna í höfuðborg Íraks, Bagdad, um að rússneskar herþotur myndu skjóta eldflaugum á búðir Ríkis íslams í Sýrlandi. Óskaði hann eftir því að Bandaríkjaher myndi forðast að fara inn í sýrlenska lofthelgi á sama tíma.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka