Að minnsta kosti þrír starfsmenn hjálparsamtakanna Læknar á landamæra, (Medecins Sans Frontieres), létust í afgönsku borginni Kunduz þegar loftárás var gerð á borgina.
Læknastöð þeirra í borginni varð fyrir flugskeyti en Bandaríkjaher var að gera loftárás á borgina á þessum tíma. Fjölþjóðaher Atlantshafsbandalagsins viðurkennir að svo geti verið að loftárásir þeirra hafi hæft starfstöð hjálparsamtakanna.
Samkvæmt frétt BBC er ekki vitað um afdrif 30 starfsmanna Lækna án landamæra á læknastöðinni en 105 sjúklingar voru þar þegar árásin var gerð.
Helena Jónsdóttir sálfræðingur hefur í ár starfað á vegum Lækna án landamæra í Kunduz en er komin til Noregs. Hún var í Kunduz þangað til á mánudag.
Harðir bardagar hafa geisað í Kunduz frá því talibanar réðust inn í borgina á mánudag. Kunduz er fyrsta mikilvæga borgin sem fellur í hendur talibana í fjórtán ár.
Tilkynning frá Læknum án landamæra