Játar að hafa myrt Becky Watts

Becky Watts.
Becky Watts. Skjáskot af SkyNews

Stjúpbróðir hinnar bresku Becky Watts hefur viðurkennt að hafa myrt hana en neitar því að ástæður morðsins hafi verið af kynferðislegum toga líkt og saksóknari heldur fram. Nathan Matthews, sem er 28 ára, segist hafa reynt að nema hana á brott og hafa hana í haldi áður en hann kyrkti hana.

Segist hann hafa verið einn að verki og segir að ekki hafi verið um samsæri að ræða. Hann og kærasta hans eru bæði ákærð fyrir að hafa myrt stúlkuna.

Llíkamsleifar Watts fundust í byrjun mars á þessu ári, ellefu dögum eftir að hún hvarf frá heimili sínu í Crown Hill, St. Geor­ge í Bretlandi. Hún hvarf án þess að láta nokkurn vita um ferðir sína en hafði meðferðis síma og fartölvu.

Að sögn saksóknara í málinu lögðu stjúpbróðirinn og kærasta hans á ráðin til að koma í veg fyrir að upp um þau kæmist. Áætlun þeirra var „vandlega ígrunduð og vel skipulögð.“

Saksóknari segir að stúlkan hafi verið myrt á heimili sínu sama dag og hún hvarf, eða 19. febrúar. Líkamsleifar hennar fundust við húsleit 2. mars. Lík hennar var brytjað í sundur með sög og hnífi.  

Frétt mbl.is: Kærastan einnig ákærð fyrir morðið

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert