33 enn saknað í Kunduz

Enn er 33 saknað fimm dögum eftir loftárásir Bandaríkjahers á sjúkrahús Lækna án landamæra í afgönsku borginni Kunduz.

Af þeim eru níu sjúklingar og 24 starfsmenn samtakanna. Tólf starfsmenn Lækna án landamæra létust í árásinni go 10 sjúklingar.

Guilhem Molinie, sem er talsmaður samtakanna í Afganistan, sagði á blaðamannafundi í Kabúl í morgun að starfsfólks Lækna á landamæra séu enn í áfalli. Þeir hafi misst mörg starfsystkini í árásinni og í augnablikinu sé alveg ljóst að samtökin eru ekki reiðubúin til þess að leggja starfsfólk sitt í svona mikla hættu.

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, bað samtökin afsökunar á árásinni í gær en í fyrradag viðurkenndi Bandaríkjaher að hafa gert árásina en sagði að um óviljaverk væri að ræða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka