Yfirvöld í Zimbabwe hafa tilkynnt að tannlæknirinn Walter Palmer verði ekki sóttur til saka fyrir að hafa drepið þjóðargersemina Cecil. Svo virðist sem Palmer hafi haft öll tilskilin leyfi til að drepa ljónið ástsæla.
Hinn 55 ára Bandaríkjamaður hefur sagt að hann hefði aldrei drepið ljónið hefði hann vitað að það bæri nafn og væri þjóðinni kært. „Enginn í veiðihópnum þekkti nafn ljónsins, hvorki fyrir né eftir,“ sagði Palmer í samtali við AP og Minneapolis Star Tribune.
Palmer neyddist til að loka tannlæknastofu sinni í kjölfar þess að fréttir bárust af dauða Cecil en drápið var fordæmt út um allan heim. Tannlæknirinn snéri aftur til vinnu í síðasta mánuði.
Það var ekki síst aðferðin við drápið sem vakti gagnrýni, en ljónið lifði langan tíma eftir að Palmer særði það með ör.
Zimbabwe will not charge U.S. dentist for killing #CecilTheLion, according to @Reuters http://t.co/6LYUvJx9tv
— BuzzFeed News (@BuzzFeedNews) October 12, 2015