MH17 endurbyggð á 60 sekúndum

Fjölmiðlar fengu að skygnast um í endurbyggðri þotunni í dag.
Fjölmiðlar fengu að skygnast um í endurbyggðri þotunni í dag. AFP

Í dag birtu Hollenskir rannsakendur lokaskýrslu sína um um hvað olli því að þota Malaysi­an Air­lines, flug MH17, brot­lenti í Úkraínu sum­arið 2014. Meðal þess sem rannsakendurnir gáfu út var myndband sem sýnir á tæpri mínútu hvernig bútar hennar eru settir saman aftur. 

Eftir að hafa rannsakað höggmynstrið á þeim hluta flugvélarinnar sem þeir gátu endurbyggt komust rannsakendur að þeirri niðurstöðu að skemmdirnar hefðu ekki getað komið til vegna loftsteins, flugskeyti úr lofti eða innri sprengingar. Niðurstaðan var sú að BUK-flug­skeyti hefði verið skotið í MH17 og hafnaði það í vinstri hlið stjórn­klef­ans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert