Skeytið hafnaði í stjórnklefanum

Flak vélarinnar. Hér má sjá flugstjórnarklefa MH17.
Flak vélarinnar. Hér má sjá flugstjórnarklefa MH17. AFP

BUK-flugskeyti var skotið í MH17 og hafnaði það í vinstri hlið stjórnklefans. Rússneskur framleiðandi skeytisins dregur niðurstöður rannsóknarinnar í efa. Yfirvöld í Úkraínu hefðu átta að loka lofthelginni yfir átakasvæðinu.

Þetta kemur fram í skýrslu þar sem finna má niðurstöður rannsóknar á hvað olli því að þota Malaysian Airlines brotlenti í Úkraínu sumarið 2014. Verið er að kynna niðurstöður skýrslunnar. 

Þotan, sem var á leið frá Amster­dam til Kuala Lump­ur, brot­lenti á svæði í Úkraínu sem er yf­ir­ráðasvæði upp­reisn­ar­manna þann 17. júlí 2014 þegar átök­in stóðu sem hæst í land­inu. 196 Hol­lend­ing­ar og 10 Bret­ar voru meðal þeirra sem voru um borð. Allir um borð 298 manns, fórust.

Forsætisráðherra Úkraínu, Arseniy Yatsenyuk, segir öryggisþjónustu Rússlands bera ábyrgð á árásinni. Að hans mati leiki enginn vafi á því að aðgerðin hafi verið skipulögð af þjónustunni og markmiðið hafi verið að granda farþegaflugvél með almennum borgunum.

Áður hefur komið fram að yfirvöld í Rússlandi segir yfirvöld í Úkraínu bera ábyrgð á voðaverkinu. 

Brak úr MH17.
Brak úr MH17. AFP
Brak úr MH17.
Brak úr MH17. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka