Skoðuðu herbergi Becky Watts

Herbergi Becky Watts.
Herbergi Becky Watts. Skjáskot af Sky

Kviðdómendur fengu að skoða sig um í svefnherbergi Becky Watts í þrjár klukkustundir á dögunum en ákæruvaldið heldur því fram að þar hafi unglingsstúlkan verið myrt. Sky News segir frá þessu.

Fólkið fékk að skoða herbergi til þess að fá betri yfirsýn á það hvernig Watts var myrt og hvar líkið var falið en hin sextán ára Watts hvarf af heimili sínu í Bristol 19. febrúar sl. og var hennar leitað á stóru svæði.

Saksóknari í málinu lítur svo á að stjúpbróðir Watts, Nathan Matthews og kærasta hans, Shauna Hoare, hafi kæft Watts í svefnherberginu. Í kjölfarið fluttu þau lík hennar inn í bifreið þeirra og fóru með líkið heim til sín. Þar eiga þau að hafa sundurlimað líkið.

Leitinni að Watts lauk 2. mars þegar að lögregla fann marga líkamsparta falda í ferðatöskum og pokum í kofa á einkalóð í Barton Court. Meðlimum kviðdómsins var einnig sýnt baðherbergið þar sem talið er að Matthews og Hoare hafi sundurlimað lík stúlkunnar.

Síðan gengu þau með líkamspartana að kofanum í Barton Court. Kofinn hefur nú verið fjarlægður.

Aðalmeðferð stendur nú yfir. Í gær fengu kviðdómendur að sjá upptöku af því þegar að Hoare var yfirheyrð af lögreglu vegna málsins, viku eftir að Watts hvarf. Á upptökunni má sjá Hoare flissa og lýsa því hvernig Watts yfirgaf heimilið í „bræðikasti“ daginn sem hún hvarf.

Hún sagði einnig að hún og Matthews hafi pantað mat og spilað Monopoly daginn sem Watts hvarf. Hoare neitar að bera ábyrgð á dauða Watts. Matthews segist ekki hafa myrt stjúpsystur sína en segist hafa orðið valdur af dauða hennar.

Fyrri frétt mbl.is:

Sundurlimaði lík stjúpsystur sinnar

Becky Watts.
Becky Watts. Skjáskot af SkyNews
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert