Að minnsta kosti 1621 lét lífið í Mekka

AFP

Samkvæmt nýjustu tölum lét að minnsta kosti 1621 lífið í troðningi við Mekka þann 24. september. Mikill troðningur myndaðist þegar að píla­grím­ar í þúsunda­vís gengu sam­tím­is, í 46 stiga hita, í átt að helg­um stað í Mina-daln­um. Mörg hundruð pílagrímar eru enn ófundnir eftir harmleikinn.

Tölur sem birtust í frétt AP um fjölda látinna eru rúmlega tvöfalt hærri en þær tölur sem yfirvöld í Sádi Arabíu hafa gefið upp. Þar er því haldið fram að 769 hafi látið lífið og 934 slasast. Sú tala hefur þó ekki verið uppfærð síðan 26. september.

Heilbrigðisyfirvöld í Sádi Arabíu hafa ekki svarað fyrirspurnum AP um fjölda látinna. Talan sem fréttastofan birtir kemur frá fjölmiðlum í Sádi Arabíu og yfirlýsingum embættismanna frá nítján af þeim 180 löndum sem áttu ríkisborgara í pílagrímagöngunni. Íran heldur því fram að 465 Íranar hafi látið lífið. Þar að auki segja yfirvöld í Egyptalandi að 182 Egyptar hafi dáið og í Nígeríu er því haldið fram að 168 Nígeríumenn hafi látið lífið. Yfirvöld í Indónesíu halda því jafnframt fram að 126 Indónesar hafi látið lífið.

Önnur lönd sem segjast hafa misst fólk í troðningnum eru Indland, Pakistan, Bangladess, Mali, Senegal, Benin, Kamerún, Marokkó, Eþíópía, Súdan, Alsír, Gana, Tsjad, Kenía og Tyrkland. Samkvæmt þeim tölum sem hafa komið frá yfirvöldum þessara landa er ljóst að mun fleiri létu lífið en Sádi Arabísk yfirvöld halda fram.

Frétt ABC.

Við útför pílagríma frá Pakistan sem lést í troðningnum.
Við útför pílagríma frá Pakistan sem lést í troðningnum. AFP
Frá bænastund í Mekka tveimur dögum eftir slysið.
Frá bænastund í Mekka tveimur dögum eftir slysið. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert