Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, mun í dag tilkynna um að stjórnvöld hafi ákveðið að fresta brotthvarfi Bandaríkjahers frá Afganistan og þúsundir bandarískra hermanna muni verða þar áfram næstu tvö árin. Þetta kemur fram í New York Times en fjórtán ár eru frá innrásinni inn í Afganistan nú í nóvember.
Alls eru 9.800 bandarískir hermenn að störfum nú í Afganistan og verður sá fjöldi að mestu óbreyttur út næsta ár, samkvæmt áætlun ríkisstjórnar Bandaríkjanna. Í lok næsta árs eða í byrjun árs 2017 verður þeim fækkað í 5.500, segir í frétt NYT sem byggir á heimildum úr stjórnsýslunni.
Einhverjir hermannanna muni halda áfram að þjálfa og starfa með afganska hernum á meðan aðrir munu halda áfram leit að liðsmönnum Al-Qaeda og Ríkis íslams auk annarra skæruliðahópa sem hafa hreiðrað um sig í Afganistan.
Þetta þýðir að Obama gengur á bak orða sinna um að nánast allir herafli Bandaríkjanna verði farnir frá Afganistan áður en kjörtímabili hans lýkur þá er það vitneskjan um að afganski herinn ræður ekki við verkefnið - að berjast gegn talibönum og öðrum skæruliðahópum - án utanað komandi aðstoðar sem ræður þessari ákvörðun forsetans, segir í frétt NYT.