Barinn til bana á safnaðarfundi

Deborah Leonard
Deborah Leonard NEW HARTFORD POLICE DEPARTMENT

Foreldarar nítján ára gamals pilts verða ákærð fyrir manndráp eftir að sonur þeirra var barinn til bana á trúarathöfn í kirkju í New York ríki í vikunni. Bróðir hans liggur þungt haldinn eftir barsmíðar á sjúkrahúsi.

Foreldrar þeirra, Bruce og Deborah Leonard, 65 og 59 ára, verða bæði ákærð fyrir manndráp, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í New Hartford.

Fjórir aðrir úr Word of Life Church söfnuðinum voru einnig handteknir og verða ákærðir fyrir líkamsárás.

Að sögn Michael Inserra, lögreglustjóra, voru drengirnir beittir ofbeldi í nokkrar klukkustundir í þeirri von að þeir myndu játa syndir sínar og biðjast fyrirgefningar. Ekki liggur ljóst fyrir hverjar syndir drengjanna eru en þeir voru báðir með áverka eftir högg eða bitlaust vopn ( blunt force trauma)

Lucas Leonard, 19 ára, var úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi á mánudag eftir að safnaðarmeðlimir komu með hann þangað. Klukkustundum síðar fannst bróðir hans Christopher, 17 ára, í kirkjunni. Ástand hans er alvarlegt að sögn lögreglu og ljóst að hann mun dvelja áfram á sjúkrahúsi þar sem gert er að áverkum hans.

„Það tók okkur klukkustundir að finna Christopher," segir Inserra. „Fjölskyldan var í sannleika sagt ekki í mun að deila þeim upplýsingum,“ bætir hann við og segir að von sé á að fleiri verði handteknir í tengslum við morðið.

„Við höldum því ekki fram að þau hafi ætlað að myrða son sinn,“ segir saksóknari í Oneida sýslu, Scott McNamara. „Við teljum hins vegar að þau hafi reynt að særa son sinn alvarlega og að lokum lést hann af sárum sínum.“

Fréttatilkynning lögreglunnar í New Hartford

Bruce Leonard
Bruce Leonard NEW HARTFORD POLICE DEPARTMENT
Word of Life Church
Word of Life Church
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert