Einn öfgafyllsti íslamisti Noregs á yfir höfði sér saksókn fyrir að safna nýliðum fyrir hryðjuverkasamtökin Ríki íslams. Þetta kom fram í fréttum norska ríkisútvarpsins í gær.
Það er norska öryggislögreglan, PST, sem sakar Ubaydullah Hussain um að hvetja unga Norðmenn til þess að fara og berjast með Ríki íslams í Sýrlandi.
Hussain var ásamt átján ára norskum pilti á Landvetter flugvellinum í Gautaborg í júní er sá síðarnefndi var handtekinn grunaður um að hafa ætlað sér að fara til Tyrklands og þaðan til Sýrlands til þess að berjast með Ríki íslams. Pilturinn neitar sök og segist hafa ætlað sér að starfa að mannúðarmálum