Vopnaður exi við sænskan skóla

Sænska lögreglan
Sænska lögreglan AFP

Lögregla í Hortlax í  Piteå  í Svíþjóð hefur handtekið mann sem var við grunnskóla í bænum vopnaður exi.

Að sögn varðstjóra í lögreglunni í Norbotten, Catrin Hedqvist, var tilkynnt um mann sem kom hjólandi að skólanum vopnaður exi sem hann sveiflaði í kringum sig. Maðurinn var handtekinn af lögreglu á staðnum en ekki er vitað hvað manninum gekk til samkvæmt frétt Aftonbladet. Lögreglan hefur girt af svæði í kringum skólann.

Frétt Aftonbladet

Frétt SvD

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert