Mínútuþögn haldin víða um Svíþjóð

Víða var flaggað í hálfa stöng í kjölfar árásarinnar.
Víða var flaggað í hálfa stöng í kjölfar árásarinnar. AFP

Margir Svíar munu í dag minnast fórnarlamba árásarinnar sem framin var fyrr í vikunni í grunnskóla borgarinnar Troll­hätt­an, með því að halda mínútuþögn klukkan tvö að staðartíma, eða klukkan eitt eftir hádegi að íslenskum tíma. Í árásinni létust nemandi, aðstoðarkennari og árásarmaðurinn sjálfur.

Frumkvæði þagnarinnar á hinn ungi Robin Mashallah sem segir í samtali við Metro dagblaðið að þetta sé hans leið til að sýna samstöðu. „Ég vil sýna samkennd,“ segir Mashallah, sem er frá Troll­hätt­an og þekkir marga sem starfa við skólann.

Skipulagði hann þagnarstundina með hjálp Facebook, en þegar þetta er skrifað hafa um 270 þúsund sagst ætla að minnast fórnarlambanna með mínútuþögn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert