Stjúpbróðirinn grét í vitnastúkunni

Becky Watts.
Becky Watts.

Stjúpbróðir Becky Watts brotnaði saman í réttarsal í dag þar sem hann bar vitni í morðmálinu. Nathan Matthews, sem er sakaður um að hafa myrt stjúpsystur sína, átti erfitt með að ná stjórn á sér í vitnastúkunni og grét þegar hann var spurður hvort hann hafi myrt unglingsstúlkuna.

Fyrri frétt mbl.is: Kyrkti stjúpsystur sína við manndrápstilraun

Matthews, sem er 28 ára gamall, hefur áður viðurkennt að hafa ætlað að ræna Watts en heldur því fram að kærasta hans Shauna Hoare, hafi ekki vitað af áætlunum hans.

Bæði Matthews og Hoare eru sökuð um að hafa myrt Watts í herbergi hennar á heimili fjölskyldunnar í Bristol. Að sögn saksóknara sundurlimaði parið líkið í baðherbergi hússins með sög áður en þau pökkuðu líkamsleifunum saman. Í yfirheyrslu lögreglu í mars viðurkenndi Matthews að hafa valdið dauða Watts en segir það hafa verið óvart.

„Ætlaðir þú að drepa Becky?“ spurði saksóknari í málinu, Adam Vaitilingam, Matthews sem barðist við tárin og svaraði neitandi. Hann neitaði því einnig að hafa ætlað að skaða hana alvarlega.

Við réttarhöldin í dag sagði Matthews að hann ætti við reiðivandamál að stríða og finnist oft erfitt að vera í félagslegum aðstæðum. Hoare neitar öllum ásökunum, m.a. því að hafa myrt Becky.

Matthews hefur játað að hann hafi beitt kærustu sína ofbeldi en sagði samband þeirra ekki ofbeldissamband.

Hoare sagði lögreglu að hann hefði rifið í hár hennar og haldið um háls hennar í „fjórar til fimm sekúndur“. Matthews neitar því en segir að „eitthvað ofbeldi“ hafi átt sér stað í sambandinu.

Watts hvarf af heimili sínu í febrúar og fundust líkamsleifar hennar ellefu dögum síðar.

Frétt Sky News.

Nathan Matthews, Shauna Hoare og Becky Watts í brúðkaupi foreldra …
Nathan Matthews, Shauna Hoare og Becky Watts í brúðkaupi foreldra Matthews og Watts. Skjáskot af Sky
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert