Evrópuþingið kemur Snowden til varnar

Edward Snowden hefur sagt að hann vilji gjarnan snúa aftur …
Edward Snowden hefur sagt að hann vilji gjarnan snúa aftur til Bandaríkjanna, en ólíklegt verður að teljast að af því geti orðið. AFP

Evrópuþingið hefur samþykkt ályktun þar sem kallað er eftir því að aðildarríki sambandsins látið niður falla allar ákærur gegn Edward Snowden og að þau veiti honum vernd og komi í veg fyrir framsal hans á þeim forsendum að hann sé uppljóstrari og alþjóðlegur verjandi mannréttinda.

Málsgreinin um Snowden, í ályktun um réttindi ríkisborgara aðildarríkja Evrópusambandsins, var samþykkt með 285 atkvæðum en 281 Evrópuþingmaður greiddi atkvæði á móti.

Snowden hefur fagnað ákvörðun þingsins á Twitter.


Í ályktuninni segir einnig að þegar kemur að um umfangsmiklum eftirlitsaðgerðum yfirvalda hafi of lítið verið gert til að standa vörð um mannréttindi ríkisborgara Evrópusambandsríkjanna.

Þá kallar þingið eftir því að framkvæmdastjórn sambandsins tryggi að öll persónugreinanleg gögn sem flutt eru til Bandaríkjanna njóti sömu verndar og gerðar eru kröfur um í Evrópu.

Frétt mbl.is: Kröfðust framsals frá Skandinavíu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka