Hólmfríður Gísladóttir
Evrópuþingið hefur samþykkt ályktun þar sem kallað er eftir því að aðildarríki sambandsins látið niður falla allar ákærur gegn Edward Snowden og að þau veiti honum vernd og komi í veg fyrir framsal hans á þeim forsendum að hann sé uppljóstrari og alþjóðlegur verjandi mannréttinda.
Málsgreinin um Snowden, í ályktun um réttindi ríkisborgara aðildarríkja Evrópusambandsins, var samþykkt með 285 atkvæðum en 281 Evrópuþingmaður greiddi atkvæði á móti.
Snowden hefur fagnað ákvörðun þingsins á Twitter.
Hearing reports EU just voted 285-281, overcoming huge pressure, to cancel all charges against me and prevent extradition. Game-changer.
— Edward Snowden (@Snowden) October 29, 2015
Extraordinary. Reports appear to be true. https://t.co/rQtDHfYTyj pic.twitter.com/AfYm86eGwy
— Edward Snowden (@Snowden) October 29, 2015
This is not a blow against the US Government, but an open hand extended by friends. It is a chance to move forward. pic.twitter.com/fBs5H32wyD
— Edward Snowden (@Snowden) October 29, 2015
Í ályktuninni segir einnig að þegar kemur að um umfangsmiklum eftirlitsaðgerðum yfirvalda hafi of lítið verið gert til að standa vörð um mannréttindi ríkisborgara Evrópusambandsríkjanna.
Þá kallar þingið eftir því að framkvæmdastjórn sambandsins tryggi að öll persónugreinanleg gögn sem flutt eru til Bandaríkjanna njóti sömu verndar og gerðar eru kröfur um í Evrópu.
Frétt mbl.is: Kröfðust framsals frá Skandinavíu