Ekkert hæli fyrir Snowden í Danmörku

Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur.
Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur. AFP

Forsætisráðherra Danmerkur, Lars Løkke Rasmussen, tekur allan vafa af um að uppljóstrarinn Edward Snowden fái ekki hæli í Danmörku. Segir Rasmussen Snowden vera glæpamann.

Evrópuþingið hefur samþykkt ályktun þar sem kallað er eftir því að aðildarríki sambandsins látið niður falla allar ákærur gegn Edward Snowden og að þau veiti honum vernd og komi í veg fyrir framsal hans á þeim forsendum að hann sé uppljóstrari og alþjóðlegur verjandi mannréttinda.

Stjórnarandstaðan á danska þinginu telur að Danir eigi að bjóða Snowden hæli í Danmörku.

Rasmussen er alfarið á móti hugmyndinni ef marka má orð hans á þinginu í gær. Það sé enginn grundvöllur fyrir því að Danmörk bjóði Snowden upp á slíkt.

„Ég á mjög erfitt með að sjá hvaða ástæða ætti að liggja á bak við að þingið samþykki sérstök lög og grípi til sérstakra aðgerða til þess að bjóða bandarískum ríkisborgara pólitískt hæli í Danmörku,“ segir Rasmussen.

Hann sé eftirlýstur út af mörgum lagabrotum og það er það sem hann er brotamaður. Bandaríkin eru lýðræðisríki, bætti forsætisráðherrann við.

The Local

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert