Maður sem er grunaður um að hafa stungið „lestarhetjuna“ Spencer Stone fyrir utan bar í Sacramento í Kaliforníu hefur nú verið handtekinn. Lögregla í Kaliforníu greindi frá þessu í dag. Stone öðlaðist heimsfrægð eftir að hann tók þátt í því að yfirbuga árásarmann í franskri lest í sumar.
Maðurinn sem var handtekinn heitir James Tran og er 28 ára. Hann er í haldi vegna gruns um tilraun til manndráps.
Stone var stunginn þrisvar í búkinn í átökum sem mynduðust fyrir utan barinn 8. október. Á upptökum eftirlitsmyndavéla mátti sjá Stone berjast við nokkra menn við vegamót en árásarmennirnir flúðu síðan af vettvangi. Stone undirgekkst tveggja tíma aðgerð en hann særðist lífshættulega í árásinni. Hann var útskrifaður viku síðar.
Að sögn lögreglu er talið líklegt að áfengi hafi haft sitt að segja varðandi upptök átakanna sem hófust inni á barnum. Ekkert bendir til þess að árásarmennirnir hafi vitað hver Stone var eða að hún tengist árásinni í Frakklandi. Tran er sá eini sem hefur verið handteknir en nokkrir aðrir voru yfirheyrðir.