Að minnsta kosti 17 eftir að tvær stíflur brustu í brasilískri járnnámu og flóðbylgja reið yfir þorp í nágrenninu. Björgunaraðilar leita nú að eftirlifendum undir drullu og braki í eyðilögðu þorpinu.
Óvíst er um hvað nákvæmlega olli því að stíflurnar brustu en forsvarsmenn námufyrirtækisins segja að jarðskjálfi í nágrenni við stíflurnar gæti hafa leitt til slyssins. Slökkviliðsmenn sem sáu um björgunarstarf náðu að bjarga um 500 manns en þeir segja að tala látinna eigi líklega eftir að hækka.
Flóðbylgjurnar ollu gífurlegu umhverfistjóni og er haft eftir sérfræðingum og embættismönnum þær hafi skaðað lífríki á svæðinu en deilt er um hvort að í vatninu hafi verið hættuleg eiturefni. Verkalýðsfélag námumannana segja að eiturefni hafi verið i vatninu en fyrirtækið hafnar því alfarið.