Fyrstu fórnarlömbin borin til grafar

Tugir ættingja og vina hinnar sextugu Nina Lushchenko, sem lést í flugslysi í Egyptalandi um síðustu helgi söfnuðust saman í dag til þess að kveðja. Lushchenko var ein þeirra 244 sem létu lífið þegar þotan brotlenti á Síníaskaga. Meirihluti þeirra sem létust voru Rússar frá Sankti Pétursborg og svæðinu þar í kring.  

Lushchenko er ein af fyrstu fórnarlömbunum til þess að vera grafin og safnaðist fólk saman í kirkjugarði lítils þorps í norðvestur Rússlandi þegar kistan var látin síga.

Bæði bresk og bandarísk stjörnvöld hafa sagt það mögulegt að vélinni hafi verið grandað með sprengju. Stuttu eftir slysið lýstu hryðjuverkamenn Ríkis íslams yfir ábyrgð á brotlendingunni og átti það að vera hefnd fyrir loftárásir Rússa í Sýrlandi.

Rússnesk og egypsk yfirvöld hafa bæði efast um staðhæfingar hryðjuverkasamtakanna.

Í samtali við blaðamann AFP sögðust vinir og ættingjar Lushchenko vilja syrgja í dag í stað þess að finna sökudólga. „Núna er ekkert vitað um af hverju þetta gerðist,“ sagði eiginmaður hennar í kirkjugarðinum. „Það er ekki búið að birta upplýsingar úr flugritanum, til hvers að tala núna?“

Syrgjendurnir vildu heldur ekki ræða möguleikann á því hvort að árásir Rússa í Sýrlandi hafi leitt af sér flugslysið.

„Hvernig tengjast stefnur Putin þessu?“ spurði Semyon Gerasimenko. „Er núna nauðsynlegt að ræða við alla hryðjuverkamenn svo þeir komi ekki sprengjum fyrir og gera það sem þeir segja. Ég veit ekki hver ábyrgð, hvað get ég sagt. Þeir segja að þetta hafi verið sprengja.“

Fyrir jarðarförina söfnuðust vinir og ættingjar saman við minningarathöfn í borginni Veliky Novgorod sem er í um 200 kílómetra fjarlægð frá Sankti Pétursborg. Lushchenko var ein af þeim fimmtán frá Novgorod svæðinu sem lést í flugslysinu. Meðal þeirra látnu frá Novgorod var eins árs barn og átta ára gamall drengur.

Talsmaður Vladimir Putin, forseta Rússlands, dró í dag efa tillögur þess efnis að sprengja hafi grandað vélinni. Kallaði hann það aðeins „vangaveltur“.

„Það er engin þörf á því að ræða um stjórnmál núna. Hvað tengjast þau þessu?“ spurði hinn fimmtugi Alexander Afanasyev blaðamann þegar hann var spurður út í þessi orð talsmannsins. „Við erum að syrgja og stjórnmál tengjast þessu ekkert.“

Að minnsta kosti þrír aðrir sem létust í brotlendingunni voru jarðaðir í Rússlandi í dag

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert