Útiloka vélarbilun

Flak vélarinnar á Sínaí-skaganum.
Flak vélarinnar á Sínaí-skaganum. AFP

Rannsókn á flugslysi rússnesku farþegaþotunnar yfir Sínaí-skaganum hefur leitt í ljós að orsök slyssins er ekki af tæknilegum toga og vélarbilun hefur verið útilokuð. Franskir embættismenn, sem hafa rannsakað flugslysið, segja að flugritinn gefi til kynna að sprenging hafi valdið slysinu sem varð til þess að allir um borð fórust. Flest fórnarlambanna 224 voru rússnesk.

Samtökin Ríki Íslam hafa lýst sig ábyrga fyrir því að hafa grandað vélinni en samtökin hafa sagt bæði Bandaríkjunum og Rússlandi stríð á hendur fyrir flugárásir þeirra í Sýrlandi. Hleruð símtöl gefa til kynna að sprengju hafi verið komið fyrir um borð í flugvélinni áður en að hún tók á loft.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert