Fyrrverandi sambýliskona Frakklandsforseta, Valérie Trierweiler, lætur François Hollande enn einu sinni finna fyrir því í gær þegar hún setti inn færslu á Twitter með sérstökum skilaboðum til forsetans.
Trierweiler birtir mynd af sér í bol með áletruninni: „I'm too sexy for my ex“ - eða ég er of kynþokkafull fyrir minn fyrrverandi. Þykir þetta benda til þess að hún hafi svo sannarlega ekki fyrirgefið Hollande sambandsslitin fyrir tæpum tveimur árum en þá var upplýst um framhjáhald hans með leikkonunni Julie Gayet.
Skömmu eftir að tímaritið Closer birti fréttir og myndir um framhjáhaldið skildu þau Trierweiler skiptum. En flestir telja að skilaboðunum sem hún setti inn á Twitter í gær hafi verið beint til hans. Hollande á enn í sambandi við Gayet en það fer leynt, samkvæmt fréttum franskra slúðurmiðla.
Skilaboðin vöktu að vonum athygli og í gærkvöldi reyndi Trierweiler að draga úr þeim með því að skrifa: „Ha la la, pas d'affolement ni de mauvaise interprétation mais juste un joke au cours d'un dîner de copines “ eða í lauslegri þýðingu - ekki misskilja eða bregðast of hart við því þetta er bara grín meðal vinkvenna í kvöldverði.
Í september í fyrra gaf hún út bók þar sem hún gagnrýndi Hollande harðlega fyrir ummæli í hans í garð fátækra sem og í sinn garð. Í viðtali fyrr á árinu varði Trierwieler það sem fram kemur í bókinni enda ríki málfrelsi í landinu.