Ferðir til egypska ferðamannastaðarins Sharm el Sheikh eru nú falar fyrir mun lægra verð en gengur og gerist.
Mörg lönd hafa varað við óþarfa ferðalögum til staðarins og dregið hefur verið úr flugferðum eftir að rússnesk farþegaþota fórst á Sínaískaga í Egyptalandi 31. október sl. með þeim afleiðingum að allir 224 um borð létust.
Sky-sjónvarpsstöðin kannaði ferðir til Sharm el Sheikh og mátti meðal annars finna ferð með 41% afslætti. Um er að ræða sjö nætur á hóteli með öllu inniföldu á 515 bresk pund, eða sem samsvarar rúmlega 100 þúsund íslenskum krónum.
Gert er ráð fyrir að flugfélög víða um heim muni draga verulega úr ferðum til og frá flugvellinum. 1.935 fóru frá Sharm el Sheikh í átta flugferðum í gær.