Viðurkenna hugsanlegt hryðjuverk

Dimitrí Medvedev, forsætisráðherra Rússlands.
Dimitrí Medvedev, forsætisráðherra Rússlands. AFP

Stjórnvöld í Rússlandi viðurkenndu í dag í fyrsta sinn að hryðjuverkaárás hafi hugsanlega grandað rússneskri farþegaþotu á Sínaí-skaga í Egyptalandi í lok síðasta mánaðar. 

„Sá möguleiki er náttúrulega fyrir hendi að um hryðjuverk sé ástæða þess sem gerðist,“ er haft eftir Dimitrí Medvedev, forsætisráðherra Rússlands, í frétt AFP en ummælin féllu í viðtali við rússneska ríkisdagblaðið Rossiyskaya Gazeta. Bresk og bandarísk stjórnvöld hafa ítrekað lýst því yfir að sprengja hafi að öllum líkindum valdið því að þotan fórst.

Egypsk stjórnvöld hafa hins vegar ítrekað hafnað því að hryðjuverkamenn hafi grandað farþegaþotunni. Engar sannanir sýni fram á það.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert