Læknir afhöfðaði barn í fæðingu

mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Lög­regl­an hef­ur hand­tekið lækni og hjúkr­un­ar­fræðing í norður­hluta Ind­lands vegna gruns um að þau hafi af­höfðað barn í erfiðri fæðingu. Þau eru tal­in hafa beitt of miklu afli við að aðstoða barnið við að kom­ast í heim­inn. Varað er við lýs­ing­um af fæðing­unni sem fara hér á eft­ir.

Kven­sjúk­dóma­lækn­ir­inn Tayyaba Iqbal og hjúkr­un­ar­fræðing­ur­inn notuðu töng og snæri sem þau bundu um fæt­ur barns­ins í þeirri viðleitni að draga það út úr móður­inni. Við það slitnaði höfuð barns­ins af búk þess.

Lög­reglu­stjór­inn Mohammad Tariq seg­ir að fólkið hafi verið hand­tekið en parið var á flótta í tvo daga áður en lög­regl­an náði því. Fólkið verður ákært fyr­ir mann­dráp af gá­leysi. 

„Þau lögðu á flótta eft­ir að barnið dó. Við erum að rann­saka málið með aðstoð lækna,“ sagði Tariq við AFP-frétta­stof­una.

Í frétt AFP er haft eft­ir heil­brigðis­starfs­manni á sjúkra­hús­inu að barnið hafi verið and­vana og að eft­ir að lækn­ir­inn komst að því hafi hann reynt að ná því út með aðferðum sem urðu til þess að höfuð þess slitnaði af.

Móðirin, sem er 35 ára og var að eign­ast sitt fyrsta barn, þurfti að gang­ast und­ir aðgerð til að ná höfði barns­ins úr lík­ama henn­ar. 

Slys sem þessi eru mjög sjald­gæf.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert