Mestu loftárásir frá upphafi stríðs

Rússar létu sprengjum rigna yfir Latakia-hérað í síðasta mánuði.
Rússar létu sprengjum rigna yfir Latakia-hérað í síðasta mánuði. AFP

Að minnsta kosti 36 féllu í loftárásum rússneskra og sýrlenskra orrustuþota í Deir Ezzor-héraði í Sýrlandi í gær. Héraðið er á yfirráðasvæði Ríkis íslams. Þetta eru mestu loftárásir sem gerðar hafa verið í landinu frá því að stríðið hófst þar árið 2011.

Rússar létu sprengjum rigna á svæðinu og skutu einnig flugskeytum frá herskipum í Kaspíahafi. Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur heitið hefndum vegna hraps rússnesks flugfélags í Egyptalandi í síðasta mánuði. Ríki íslams segist hafa komið sprengju fyrir um borð í vélinni.

Alls gerðu orrustuþotur Rússa og sýrlenska hersins 70 loftárásir á svæðinu í gær. Árásunum var beint að nokkrum borgum og einnig smærri bæjum. Þá eru á svæðinu þrjú olíuvinnslusvæði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert