Kynna refsiaðgerðir gegn Tyrkjum

Vladimír Pútín, forseti Rússlands hefur skrifað undir tilskipun um efnahagslegar refsiaðgerðir gegn Tyrkjum, sem viðbrögð við því að Tyrkir skutu niður herflugvél Rússa við landamærin að Sýrlandi. 

Refsiaðgerðirnar eru sagðar „ætlaðar  til þess að tryggja þjóðaröryggi og öryggi rússneskra borgara.“ Meðal þeirra er bann við áætlunarflugi milli landanna og við mannaráðningum rússneskra fyrirtækja á Tyrkjum. Þá verða hertar reglur um ferðir Tyrkja til Rússlands.

Forseti Tyrklands,Recep Tayyip Erdogan, segist sorgmæddur yfir því að rússneska sprengjuflugvélin hafi verið skotin niður af tyrkneska hernum á þriðjudag.

Hann segist óska þess að þetta atvik hafi aldrei átt sér stað og vonast til að þetta gerist ekki aftur. En hann hefur ekki beðið Rússa afsökunar og varaði Rússa við því að „leika sér að eldinum“ með aðgerðum sínum í Sýrlandi.

Mótmælandi í Istanbúl brennir mynd af Pútín þar sem hann …
Mótmælandi í Istanbúl brennir mynd af Pútín þar sem hann er kallaður morðingi. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert