Skilja eftir þúsundir skópara til að mótmæla

00:00
00:00

Mót­mæl­end­ur skildu eft­ir þúsund­ir para af skóm á torg­inu Place de la Repu­blique í Par­ís í dag í tákn­ræn­um mót­mæl­um fyr­ir setn­ingu lofts­lags­ráðstefnu Sam­einuðu þjóðanna sem hefst í borg­inni á morg­un.

Frönsk yf­ir­völd komu í veg fyr­ir tvenn mót­mæli í borg­inni og báru fyr­ir sig ör­ygg­is­ástæður vegna hryðju­verk­anna í Par­ís fyrr í mánuðinum.

Engu að síður fóru fram önn­ur mót­mæli vegna ráðstefn­unn­ar og þótt flest­ir mót­mæl­enda hafi mót­mælt á friðsæl­an hátt voru um 100 manns hand­tekn­ir úr hópi and­stæðinga kapí­tal­isma sem lenti sam­an við lög­reglu.

Þeir sem ekki vildu taka þátt í göng­un­um skildu eft­ir þúsund­ir para af skóm á Place de la Repu­blique torg­inu, en meðal ann­ars skildi aðal­rit­ari Sam­einuðu þjóðanna, Ban Ki-Moon eft­ir skóp­ar sem og Frans páfi sem sendi skóp­ar. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka