Bilun í stýrikerfi stór þáttur í flugslysinu

Frá aðgerðum í janúar eftir að brak vélarinnar fannst.
Frá aðgerðum í janúar eftir að brak vélarinnar fannst. AFP

Bilun í stýrikerfi var stór þáttur í flugslysi QZ 8501, vél­ar AirAs­ia sem hrapaði í Jövu­haf í desember með þeim afleiðingum að  allir innanborðs, 162 manns, létu lífið. Þetta kemur fram í skýrslu indónesískra rannsakenda sem kynnt var fjölmiðlum í dag.

Endurtekin vandamál með stýrikerfið leiddu til þess að flugmennirinir tóku vélina af sjálfstýringu í stormviðri en misstu svo stjórn á Airbus 320-200 vélinni, að sögn rannsóknarnefndar samgönguslysa í Indónesíu.

Í lokaskýrslu nefndarinnar um slysið kemur fram að sprunga hafi verið í lóðmálmi sem styður hreyfingar stýrisins í vélunum og leiddi það til þess að kerfið sendi síendurteknar viðvaranir til flugmannanna. Þegar flugmennirnir slökktu á sjálfstýringunni eftir fjórðu viðvörunina valt vélin og áhöfnin missti stjórn á henni með þeim afleiðingum að hún steyptist í Jövuhaf.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert