Lögregla leitar nú grunaðra í tengslum við skotárás í San Bernardino í Kaliforníuríki Bandaríkjanna. Að minnsta kosti 20 manns hafa verið skotnir en slökkvilið borgarinnar greindi frá þessu á Twitter. Að sögn lögreglu gengur byssumaðurinn eða byssumennirnir lausir og er allt að þriggja leitað.
Samkvæmt frétt CNN varð árásin framin í húsnæði Inland Regional Center, sem er þjónustumiðstöð fyrir fólk með þroskaskerðingu. Á Facebook-síðu Inland Regional Center kemur fram að 670 starfi fyrir fyrirtækið í San Bernardino og þjónusti rúmlega 30.200 manns á svæðinu.
Uppfært 20:24
Í frétt ABC kemur fram að allt að tólf manns hafi látið lífið í árásinni. Að sögn vitna er um þrjá árásarmenn að ræða. Þeir voru allir með lambhúshettur, vopnaðir rifflum. Enginn hefur verið handtekinn. Önnur vitni halda því fram að þeir grunuðu hafi flúið staðinn í svörtum jeppa.
Samkvæmt frétt NBC eru tugir sérsveitamanna fyrir utan bygginguna en lögregla vinnur nú að því að rýma hús í nágrenninu. FBI fulltrúar eru jafnframt á leiðinni á staðinn. Fyrstu skotin heyrðust um klukkan 11 að staðartíma í byggingunni eða um klukkan 19 að íslenskum tíma.
Sprengjuleitarsveit er á svæðinu og á að hafa fundið grunsamlegan pakka á annarri hæð hússins. Sprengjuvélmenni verður notað til þess að rannsaka pakkann.
Hér að neðan má sjá fréttamann The Today Show lýsa aðstæðum.
.@TonyNBCLA: “I count at least 3 bodies.” #SanBernadino https://t.co/Wizxz4My6K
— TODAY (@TODAYshow) December 2, 2015
Fréttin verður uppfærð.