Vladímir Pútín, forseti Rússlands, heitir því að hann muni aldrei gleyma því þegar Tyrkland grandaði einni af orrustuþotum Rússlands. Forsetinn hefur tjáð sig nokkrum sinnum um samband landanna eftir atvikið en meðal annars hefur verið ákveðið að viðskiptabann verði sett á ákveðnar tyrkneskar matvörur frá og með næstu mánaðarmótum.
Forsetinn ávarpaði rússneska þingið í dag og sagði hann að þetta myndi aldrei gleymast. Um svik væri að ræða og þau hefðu alltaf verið litin illu auga í landinu. „Látum þá sem skutu flugmenn okkar niður í Tyrklandi komast að raun um þetta,“ sagði Pútín.
Forsetinn neitaði að ræða við Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, á loftlagsráðstefnunni í París í Frakklandi á mánudag. Tyrkir hafa skorað á Rússa að færa fram sannanir fyrir ásökunum þess efnis að þotan hafi verið skotin niður yfir Tyrklandi til að vernda olíuviðskipti Tyrkja og ríkis Íslam.