Forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan, segir Tyrki hafa sannanir fyrir því að Rússar hafi tekið þátt í ólöglegum olíuviðskiptum með hryðjuverkasamtökunum íslamska ríkinu.
Áður hefur Vladimír Pútín, forseti Rússlands, haldið því fram að Tyrkir hafi skotið niður rússnesku orrustuþotuna þar sem þeir hafi verið að verja olíuviðskipti. Sagði Pútín að olía sem framleidd er á svæði sem er undir stjórn samtakanna sé flutt til Tyrklands. Tyrkir skoruðu í kjölfarið á Rússa að færa fram sannanir fyrir ásökununum.
„Við höfum sannanir undir höndum. Við munum sýna heiminum þær,“ sagði Erdogan í ræðu sem sýnt var frá á sjónvarpi í Tyrklandi.